Hvað er óson?
Óson (O3 – þrísúrefni) er áhrifaríkasta og á sama tíma náttúrulegasta leiðin sem gerir það kleift að losna við óþægilega lykt, bakteríur, mítla og ofnæmisvalda í umhverfi okkar.
Hvaða styrkleikastig af óson vinnur O3zone fyrirtækið með?
Óson styrkleiki á meðan á ósonmeðferð stendur ætti að vera að minnsta kosti 2 ppm (PPM = Pars á Milljón). O3zone fyrirtækið getur náð jafnvel 8 ppm á stuttum tíma og viðhaldið styrkleikanum eins lengi og þörf er á. Við vinnum venjulega með styrkleikann 10 PPM til að ganga úr skugga um að við útrýmum öllum bakteríum og vírusum úr umhverfinu. Til samanburðar, með styrkleikann 0.3 PPM, geturðu verið óvarin(n) í að hámarki 15 mínútur.
Eru O3zone starfsmenn þjálfaðir?
Já, við erum fagmenn, hver O3zone ehf starfsmaður hefur klárað nokkrar þjálfunaræfingar sem gefur þeim rétt til að framkvæma sótthreinsunar-, afmengunar- og lyktareyðingarmeðferðir með háum styrkleikum.
Hvaða tæki notar O3zone ehf?
Þetta eru vottuð iðnaðartæki sem eru í reglulegu viðhaldi.
Við vörum við ódýrum eða óvottuðum ósonframleiðendum. Notkun ódýrra ósonframleiðenda, sérstaklega þeirra sem gerðir eru í Kína, getur leitt til heilsutjóns og skemmda á raftækjum. Notaðu ekki ósontæki án vottaðra og reglulega stilltra óson-skynjara.
Hversu langan tíma tekur ósonun?
Nákvæmi tíminn veltur á stærð herbergisins í m3. Þetta tekur venjulega 2 til 10 klukkustundir. Þar að auki, þegar meðferð er lokið, þarftu að bíða í um 1-2 klukkutíma og loftræsta herbergið svo að óson styrkleikinn lækki í öruggt stig.
Til dæmis:
herbergi um 400m3 – ósonunartími um það bil 2 tímar
herbergi um 800 m3 – ósonunartími um það bil 2 – 4 tímar
herbergi um 1600 m3 – ósonunartími frá um það bil 4 – 6 tímum
Eftir því hernig vandamálið er, getur ósonun verið framkvæmd í lotum, t.d. 3 x 2klst.
Við nálgumst hverja pöntun á einstakan hátt.
Hvað kostar ósonun mikið?
Það veltur á markmiðinu sem við viljum ná, styrkleika og útsetningartíma. Verð byrja frá 75 Kr. til 150 Kr. á rúmmetra.
Skrifaðu okkur til að fá tilboð.
Hvernig á að undirbúa herbergi fyrir ósonun?
Fyrst skal fjarlægja öll blóm og allar plöntur úr herberginu. Fólk og dýr eru ekki leyfð í herbergjunum (fiskabúrið má vera).
Það er einnig mælt með því að fjarlægja dýrmæt málverk.
Mun ósonun fjarlægja lyktir, t.d. af gömlum herbergjum?
Já, en til að bæta áhrifin, ættu upptökin hins vegar að vera fjarlægð, t.d. með því að þvo teppin, til að margfalda gæði þjónustunnar og lengd ferskleikaáhrifanna.
Drepur óson vírusa?
Að sjálfsögðu, ósonun húss, íbúðar eða herbergja er leið til að búa til næstum því dauðhreinsað umhverfi, laust við vírusa, bakteríur, ofnæmisvalda og laust við óþægilegar lyktir. Fyrirliggjandi rannsóknir sýna áhrifarík áhrif ósons til að draga úr magni mítla, skordýra og annarra örvera. Óson fjarlægir einnig á áhrifaríkan hátt 2019-nCoV kórónavírus úr umhverfinu sem var staðfest af niðurstöðum rannsókna sem framkvæmdar voru af Veirufræðistofnuninni í Hubei (Kína). Óson hefur mun meiri getu til að fjarlægja vírusa, bakteríur, sveppi og myglu en efni í hefðbundinni notkun eins og klór eða flúor.
Er ósonun örugg fyrir umhverfið?
Já! Óson skilur ekki eftir sig eitraðar aukaafurðir við niðurbrot, safnast ekki upp í vefjum lífvera, og mengar ekki jarðveg eða vatn. Umfram óson brotnar niður í súrefni, sem gerir óson mjög vistvænt og umhverfisvænt.
Mun ég fá vottorð eftir ósonmeðferðina?
Já, hver viðskiptavinur fær vottorð frá okkur sem staðfestir framkvæmd þjónustunnar. Við sérstaka fyrirspurn, getum við einnig undirbúið ítarlega skýrslu fyrir hvert herbergi, sem inniheldur upplýsingar, svo sem útsetningartíma ósons og styrkleikastigið sem okkur tókst að ná.
Hvað kostar það mikið að ferðast til viðskiptavinarins?
Að ferðast til viðskiptavinarins kostar 5000 ISK fyrir hverja 100km sem byrjaðir eru. Akstur tilAkraness er ókeypis.